Les femmes mortelles

Les femmes mortelles eru loksins komnar á netið!!!

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Verkfallið og bumbubúi?

Jájá mikið rétt fékk að fara þennan eina dag í vettvangsnám... náði að læra nöfnin og alles hjá krökkunum... og þau alveg 26 kríli... en samt eru þetta eiginlega 46 kríli vegna þess að þetta er teymisvinna... þar sem tveimur bekkjum er kennt saman ;o)... mér lýst þokkalega vel á skólann og bekkina :o) en jájá allt í ruglinu út af verkfallinu enda sögðum við bara við kennarann þegar við kvöddum hann... sjáumst í janúar á nýju ári... því að jú við þurfum að taka þetta fyrstu vikurnar á næstu önn... janúar og fyrstu vikun í feb... annars verður fundur um þetta á morgun í skólanum...
Annars ég talaði við bumbubúann í gær og jú mikið rétt mömmu hans líka ;o))) hún var víst líka stödd þarna... skrítið ;o)))... en annars múttan búin að vera mjög slöpp síðan á fös. og heilsan eiginlega bara mjög slæm... en settið var farið að hafa áhyggjur af bumbubúanum sínum... og múttes og búinn kíktu því saman í gær á hospitalen... og eftir 3 klst. tékk og skoðanir...þá var allt í lagi með alla sem betur fer... bara flensa á ferðinni... en annars sagði fæðingarlæknirinn líka frá því að leghálsinn væri byrjaður að undirbúa komu bumbubúans... því má segja að þetta sé alveg að fara að gerast ;o))))) jafnvel bara á næstu dögum...hihihih allavega fljótlega :o))))

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home