Les femmes mortelles

Les femmes mortelles eru loksins komnar á netið!!!

föstudagur, nóvember 12, 2004

Helgin, blessaða helgin.

Jæja stelpur, á að gera eitthvað skemmtilegt um helgina? Ég er svosem ekki alveg búin að ákveða mig, spurning hvort maður nenni eitthvað útá lífið í þessum snjó og kulda en það er samt aldrei að vita. Hver er annars til í hópferð á Bridget Jones's Diary þegar hún kemur út (er það ekki um næstu helgi??)?
Erum við ekki annars allar "on" fyrir næsta laugardag? Gunnhildur, ætlum við að vera heima hjá þér?
Svo er eitt í viðbót sem ég er að spá. Mig langar svona að athuga hvort það sé áhugi fyrir því að kíkja í sumarbústað yfir eina nótt þarna um afmælishelgina okkar Gunnhildar. Ég er ekkert búin að athuga hvort ég get einusinni fengið sumarbústað en langaði að athuga svona fyrst hvort það væri einhver áhugi fyrir hendi þar sem ég veit að þið eruð margar að fara að byrja í prófum og svona.
Kommentið endilega og látið mig vita.

2 Comments:

 • At 12. nóvember 2004 kl. 13:28, Blogger Gréta said…

  Ég væri alveg meira en til að kíkja í bústað en tímasetningin er bara ekki alveg nógu góð... prófin að byrja og svo eru verkefnaskil....
  Annars fer helgin bara í lærdóm en ég skal gjarnan taka pásu og koma með á Bridget þegar hún kemur!!
  gréta

   
 • At 15. nóvember 2004 kl. 09:08, Blogger Gunnhildur said…

  Ég er til í Bridget :o)
  Við vorum held ég að spá í að vera hjá Ingu næstu helgi...ef að það er hægt...hvað segir þú Inga?

   

Skrifa ummæli

<< Home