Les femmes mortelles

Les femmes mortelles eru loksins komnar á netið!!!

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Fundargerð

Fundur var í gær hjá okkur dauðlegu konunum (!) á Kaffi París. Þar sem að einn meðlimur komst ekki fannst mér ekki nema rétt að birta hérna smá fundargerð (og líka þar sem mér leiðist í vinnunni).
Málefni sem voru á dagskrá voru meðal annars þessi:
Trúlofanir og brúðkaup (þá aðallega Grétu en talið barst að mörgum brúðkaupum og muninum á þeim).
Barneignir (þá aðallega Elínar en fleiri börn bárust í tal).
Dauðinn. Hvað gerist með skuldir manns þegar hann deyr, fyrnast þær eða falla yfir á fjölskyldumeðlimi. Er því hagstætt að maxa sig út hjá LÍN þar sem maður á aldrei eftir að borga skuldina?
Nám; meira nám mitt, Eddu og Gunnhildar. Hvert skal halda?
Yngri bræður, hvað er eðlilegt?
Hugsanlegt afmælisdjamm þann 27. nóvember.
Jólin og jólagjafir. Eigum við eða eigum við ekki? Engar ákvarðanir voru teknar en atkvæðin stóðu einhvernveginn þannig:
með: 2
á móti eða óákveðnir: 3
Spilakvöld var ákveðið þann 20. nóvember og skildi halda annaðhvort heima hjá Gunnhildi eða Ingu (með góðfúslegu leyfi hennar).
Einnig barst djamm í desember eftir jólapróf í tal en ekkert var ákveðið með það.
Ýmist var einnig slúðrað en í þágu velsæmis skal það ekki birt hér.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home