Les femmes mortelles

Les femmes mortelles eru loksins komnar á netið!!!

fimmtudagur, október 28, 2004

Endum misréttið í íslensku réttarkerfi!

Jæja, stelpur. Á ekki að skella sér á Arnarhólinn klukkan 5 í dag og taka þátt í því að mótmæla þessum dómi sem var að falla í Héraðsdómi Reykjavíkur? Þetta er að vísu e-s konar “táknræn athöfn” og með henni á að “gera tilraun til að jarða það misrétti sem konur hafa í gegnum tíðina orðið fyrir af hálfu réttarkerfisins hérlendis svo horfa megi til betri tíma og réttlætis til handa konum”.
Mér finnst það nokkuð verðugur málstaður.

Ég var að fá email frá samstarfsmanni þar sem þetta kemur fram og einnig þetta:
“Skorað er á íslensk stjórnvöld að fara að tilmælum eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna með efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum að koma á sérstakri lagasetningu og herða aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum hér á landi. Við hvetjum fólk til að mæta og sýna hug sinn til réttlætisins.

Femínistafélag Íslands
Kvenfélagasamband Íslands
Samtök um kvennaathvarf
Stígamót
Tímaritið Vera
Kvennakirkjan
Kvenréttindafélag Íslands
Kvennaráðgjöfin
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar
Unifem á Íslandi
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Vefritið Tíkin.is
V-dagssamtökin
Bríet – félag ungra femínista
Amnesty International á Íslandi “
Og Elísabet:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home